Annette Lassen tók við starfi rannsóknardósents á handritasviði stofnunarinnar 1. janúar 2021. Rannsóknir hennar hafa einkum verið á sviði norrænna fornbókmennta og goðafræði, einkum fornaldarsagna, og ritstýrði hún danskri þýðingu á þeim. Auk þess ritstýrði hún danskri útgáfu Íslendingasagna og -þátta, sem var þjóðargjöf Íslendinga til Dana árið 2017 og þýddi einnig nokkrar sagnanna í útgáfunni. Undanfarin misseri hefur Annette gegnt stöðu lektors við Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab við Kaupmannahafnarháskóla.