Menningarnótt í Eddu
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Dagskrá
Kl. 13
Pílagrímaferðir frá Fróni til Santiago
Sögur af ferðum Íslendinga um Jakobsveginn ná aftur til miðalda. Flakkaðu með Ásdísi Egilsdóttur og Erlendi Sveinssyni um þessar fornu söguslóðir.
Kl. 13–15
Sendibréfasmiðja fyrir alla fjölskylduna
Dýfðu fjaðurpenna í blekbyttu, skrifaðu og sendu innsiglað sendibréf með landpósti. Safnkennari Árnastofnunar leiðir vinnusmiðju.
Frá kl. 15
Stuttar leiðsagnir um heim handritanna
Kannaðu leyndardóma fornbókanna í fylgd sérfræðinga á sýningunni Heimur í orðum.
Kl. 16
Drykk skal enginn til lögréttu bera!
Æsilegar afhjúpanir um áfengisdrykkju á miðöldum. Stefán Pálsson sagnfræðingur fjallað um mjöð á kaffihúsinu Ými.
Ókeypis verður inn á sýninguna Heimur í orðum frá 10–17.
Pílagrímaferðir frá Fróni til Santiago
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Ásdís Egilsdóttir og Erlendur Sveinsson flytja fyrirlestur um Jakobsveginn.
Frá Jakobsvegi, eða pílagrímaveginum til Santiago de Compostela á Spáni, er sagt í nokkrum textum sem varðveittir eru í íslenskum handritum.
Ein þeirra er Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var víðförull pílagrímur og fór meðal annars til Santiago. Hrafn kemur einnig við sögu í kvikmyndabálkinum Draumurinn um veginn sem Erlendur Sveinsson gerði um göngu Thors Vilhjálmssonar til Santiago.
Sagðar verða sögur af pílagrímaveginum fyrr og nú og sýnd brot úr kvikmyndunum.
Fyrirlesturinn er haldinn í tengslum við handritasýninguna Heimur í orðum. Þar er m.a. fjallað um samspil íslenskrar miðaldamenningar við evrópskan hugmyndaheim sem saga Hrafns Sveinbjarnarsonar ber vitni um.
Konur á söguslóðum
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Emily Lethbridge flytur fyrirlestur. Nánari upplýsingar síðar.
Sigurðar Nordals fyrirlestur − Sigríður Hagalín Björnsdóttir
Eddu
Arngrímsgötu 5
Reykjavík 107
Ísland
Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert en Sigurður fæddist á þessum degi árið 1886.
Fyrirlesari að þessu sinni er Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og fréttakona. Sigríður fjallar um plágur, prentverk og algóritma, heimsslit og gulltöflur og óendanlega og óbærilega framfaraþrá mannsandans.
Nánar um fyrirlesturinn síðar.