Skip to main content

Viðburðir

Á slóðum nafna í Eddu

Nöfn merkt inn í landslag fyrri botni fjarðar.

Laugardaginn 22. nóvember stendur Nafnfræðifélagið í samstarfi við Árnastofnun fyrir viðburði í Eddu.

Dagskráin hefst kl. 14 í fyrirlestrasal á 1. hæð þar sem Emily Lethbridge, rannsóknardósent á menningarsviði, heldur stutta kynningu um handritasýninguna Heimur í orðum með sérstaka áherslu á nöfn og nafnfræði.

Eftir kynninguna geta gestir gengið um sýninguna en auk þess gefst einstakt tækifæri til að skoða önnur gögn um nafnfræði í fórum stofnunarinnar á handritalessal sem almennt eru ekki til sýnis.

Boðið verður upp á veitingar að sýningarrölti loknu. Frítt er inn fyrir félagsmenn en aðrir greiða 1200 krónur inn á sýninguna.

Allir velkomnir!

2025-11-22T14:00:00 - 2025-11-22T15:00:00