Skip to main content

Nafnfræðipistlar

Læknisstaðir

Birtist upphaflega í ágúst 2010.

Utarlega á norðanverðu Langanesi er bærinn Læknisstaðir, sem nú er löngu fallinn úr byggð eins og flestir bæir þar um slóðir. Sumir nefna hann Læknesstaði sem að líkindum er aðeins viðleitni manna til að tengja bæjarnafnið staðháttum fremur en að kenna við lækni sem engum sögum fer af. Því er rétt að skoða þær heimildir sem til eru um nafnið.