Birtist upphaflega í júní 2010.
Stundum er talað um Esju sem „bæjarfjall“ Reykvíkinga, og víst er að hún mun það fjall sem flestir landsmanna hafa fyrir augum daglega. Allmargir dalir ganga inn í fjallið og verða sums staðar einungis mjó höft milli botnanna. Inn í Esju vestanverða skerst Blikdalur – eða Bleikdalur – lengstur dalanna.