Úrfellingarpunktar (…) (e. ellipsis) er greinarmerki sem hefur sjálfstætt hlutverk: táknar úrfellingu úr orði eða setningu eða jafnvel hik. Fjallað er um notkun þess í undirkafla 31.2 í ritreglum Íslenskrar málnefndar.
Merkið er sett saman úr þremur punktum en er sjálfstætt tákn í flestum leturgerðum og þess gætt af leturhönnuðum að bil milli punkta í merkinu sé hæfilegt. Hér má sjá dæmi um muninn á þremur punktum og tákninu fyrir úrfellingarpunkta:
Orðið athygli var fyrrum ýmist í hvorugkyni (eignarfall: athyglis) eða í kvenkyni (eignarfall: athygli) en í dag er það nær alltaf í kvenkyni. Til marks um það má nefna að aðeins tvö raunveruleg dæmi um hvorugkynseignarfallið athyglis fundust í Risamálheild Árnastofnunar (annað frá 1946 og hitt frá 1983) en í málheildinni eru um 245 þúsund dæmi um orðið athygli.