Skrifarasmiðja í Landnámssetrinu í Borgarnesi
Fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heimsækja Landnámssetrið laugardaginn 9. apríl kl. 14 og bjóða upp á skemmtilega handritasmiðju fyrir börn og fjölskyldur.
NánarFulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heimsækja Landnámssetrið laugardaginn 9. apríl kl. 14 og bjóða upp á skemmtilega handritasmiðju fyrir börn og fjölskyldur.
NánarÍ nokkur ár hefur verið aðgengileg á vef stofnunarinnar orðabók á milli íslensku og rússnesku. Um er að ræða Íslenzk-rússneska orðabók frá árinu 1962 sem samin er af Valéríj P. Bérkov með aðstoð Árna Böðvarssonar.
NánarÖrnefnalýsingar eru til fyrir nær allar jarðir á Íslandi og eru nú að stórum hluta aðgengilegar á vefnum nafnið.is. Að baki hinu gríðarstóra safni liggja margs konar gögn: Handrit, örnefnalistar, rissaðir uppdrættir, bréf heimildarmanna til starfsmanna safnsins (áður Örnefnastofnunar) og fleira.
NánarÍ upphafi árs auglýsti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrsta skipti styrki til háskólanema. Styrkirnir eru veittir vegna lokaverkefna sem byggjast að verulegu leyti á rannsóknum á frumgögnum stofnunarinnar, hvort sem er á orða- og málfarssöfnunum, örnefnasafninu, handritasafninu eða þjóðfræðisafninu.
NánarFulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ætla að heimsækja Amtsbókasafnið miðvikudaginn 6. apríl kl. 15 og bjóða upp á skemmtilega smiðju fyrir börn og fjölskyldur.
NánarÞriðjudaginn 22. mars kom hópur frá eistnesku tungumálamiðstöðinni CELR (Center of Estonian Language Resources) í heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hópurinn kynnti sér starfsemi á sviði máltækni en fékk einnig kynningu á verkefnum málræktarsviðs og orðfræðisviðs, sem og almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar.
Nánar35. Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins, í samvinnu við Málvísindastofnun Háskóla Íslands, verður haldin í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 2. apríl 2022. Ráðstefnan er öllum opin. Dagskrá og hlekkir í útdrætti erinda má finna hér fyrir neðan. DAGSKRÁ: 10.25−10.30 Setning.
NánarKenningasmiðir um endalok norrænnar byggðar á Grænlandi hafa lítið gert með frásögn arafróða (í merkingunni fróður maður sem þekkir sögu lands síns af frásögnum sér eldri manna, allt að tvö til þrjú hundruð ár aftur í tímann) af því hvernig fór fyrir síðustu norrænu mönnunum þar í landi.
NánarHugvísindaþing verður haldið með hefðbundnu sniði 11. og 12. mars 2022.
Nánar