Skip to main content

Fréttir

Styrkir fyrir lokaverkefni

Í upphafi árs auglýsti Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í fyrsta skipti styrki til háskólanema. Styrkirnir eru veittir vegna lokaverkefna sem byggjast að verulegu leyti á rannsóknum á frumgögnum stofnunarinnar, hvort sem er á orða- og málfarssöfnunum, örnefnasafninu, handritasafninu eða þjóðfræðisafninu. 

Fimm umsóknir bárust og hlutu eftirfarandi nemendur styrk:

Ólöf Anna Jóhannsdóttir fyrir MA-lokaverkefni sitt í kennslu samfélagsgreina. Verkefnið inniheldur rafræna handbók handa kennurum um notkun á vefnum ismus.is við kennslu samfélagsgreina og greinargerð tengda henni.

Jonathan Peter Wright fyrir BA-verkefni sitt um frumgotneska skrift á Íslandi. Nýja tilraun til að skilgreina skriftartegundir í íslenskum miðaldahandritum.

 

Árnastofnun óskar styrkþegum til hamingju.