Skip to main content

Viðburðir

Skrifarasmiðja í Landnámssetrinu í Borgarnesi

09.04.2022 - 14:00 to 09.04.2022 - 16:00
Skriffæri
Skriffæri

Fulltrúar frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heimsækja Landnámssetrið laugardaginn 9. apríl kl. 14 og bjóða upp á skemmtilega handritasmiðju fyrir börn og fjölskyldur. Smiðjan er sett upp í framhaldi af ferð á vegum List fyrir alla þar sem Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur og Eva María Jónsdóttir verkefnisstjóri heimsóttu skóla í Borgarfirði og á Snæfellsnesi og fræddu um miðaldahandritin.

Í smiðjunni verður hægt að setja sig í stellingar handritaskrifara fortíðarinnar. Gestum býðst að munda fuglsfjaðrir, dýfa þeim í blek og rita svo hugsanir sínar á bókfell líkt og gert var á miðöldum. Hægt verður að skoða verkfærin sem notuð voru við bókagerðina, fá fræðslu um það hvernig skinn voru verkuð og hvernig bækur voru búnar til.

Umsjónarmenn smiðjunnar eru Eva María Jónsdóttir miðaldafræðingur og Fjóla K. Guðmundsdóttir þjóðfræðingur en þær starfa báðar sem verkefnisstjórar hjá stofnuninni.

2022-04-09T14:00:00 - 2022-04-09T16:00:00
Skrá í dagbók
-