Skip to main content

Fréttir

Hefðbundið Hugvísindaþing

Hugvísindaþing verður haldið með hefðbundnu sniði 11. og 12. mars 2022.

Þingið er árviss ráðstefna Hugvísindastofnunar þar sem kynning fer fram á því helsta í fræðunum í málstofum ætluðum fræðasamfélaginu jafnt sem almenningi. Það var fyrst haldið árið 1996 og varð því 25 ára árið 2021. Það ár féll þó þingið niður vegna heimsfaraldurs.

Fjölmargir fræðimenn Árnastofnunar eru á meðal fyrirlesara og er fólk hvatt il þess að kynna sér dagskrána nánar hér.

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.