Skip to main content

Fréttir

Heimsókn frá Eistlandi

Þriðjudaginn 22. mars kom hópur frá eistnesku tungumálamiðstöðinni CELR (Center of Estonian Language Resources) í heimsókn á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hópurinn kynnti sér starfsemi á sviði máltækni en fékk einnig kynningu á verkefnum málræktarsviðs og orðfræðisviðs, sem og almenna kynningu á starfsemi stofnunarinnar.