Mælt mál og forn fræði
Í rannsóknum sínum hefur Bjarni Einarsson einkum fjallað um skáldasögurnar svokölluðu, sögur fornskáldanna Egils Skallagrímssonar, Kormáks Ögmundarsonar, Hallfreðar vandræðaskálds og Gunnlaugs Ormstungu. Niðurstöður þessara rannsókna birti hann meðal annars í bók sinni Skáldasögum, sem út kom hjá Menningarsjóði árið 1961, og í doktorsritgerð sinni Litterære forudsætninger for Egils saga, sem hann...