Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða I–II
Tíðfordríf* Jóns Guðmundssonar lærða í útgáfu Einars G. Péturssonar er komið út í tveimur bindum. Í fyrra bindi (369 bls.) er inngangur útgefanda ásamt heimildaskrá, nafnaskrá og handritaskrá. Í seinna bindinu (119 bls.) er texti Tíðfordrífs, ásamt orðaskrá og nafnaskrá. Í inngangi Einars er að finna afar ítarlegar skýringar á efni ritsins og varðveislu og gerð er grein fyrir leit að þeim...