Skip to main content

Viðburðir

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí – Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum

18. maí
2025
kl. 10–17

Árnastofnun tekur þátt í Alþjóðlega safnadeginum sem haldinn verður 18. maí nk. Af því tilefni verður handritasýningin Heimur í orðum opin almenningi að kostnaðarlausu.

Alþjóðlegi safnadagurinn 2025: Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum

Í heimi sem tekur örum breytingum gegna söfn lykilhlutverki sem stofnanir sem efla þollyndi, nýsköpun og inngildingu. Þau eru lifandi vettvangur félagslegrar framþróunar og stuðla jafnframt að sjálfbærni á heimsvísu. Þá gegna söfn veigamiklu hlutverki í að styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna en í ár beinist athyglin sérstaklega að eftirfarandi markmiðum:

  • 8. Góð atvinna og hagvöxtur: Söfn styðja við efnahagslífið með því að skapa atvinnu og bjóða upp á fræðslu í þágu samfélagsins.

  • 9. Nýsköpun og uppbygging: Með því að ýta undir sköpunargleði og fagna tækniframförum stuðla söfn að nýsköpun og auknu aðgengi að þekkingu.

  • 11. Sjálfbærar borgir og samfélög: Söfn hafa áhrif á sjálfbæra þróun samfélaga sem menningarlegar miðstöðvar sem halda á lofti inngildingu, elju og varðveislu menningararfs.


Yfirskrift ársins tengist einnig allsherjarþingi ICOM sem verður haldið í Dúbaí í nóvember 2025. Á þessari alþjóðlegu ráðstefnu verður áfram fjallað um hvernig söfn geta aðlagast, þróast og verið leiðandi samfélagsafl á umbrotatímum.

 

2025-05-18T10:00:00 - 2025-05-18T17:00:00