Dýrlingar og helgisögur í AM 657 c 4to
Handritið AM 657 c 4to var skrifað á síðustu áratugum 14. aldar. Það er 51 blað en blöð vantar bæði framan af, aftan af og innan úr því. Handritið inniheldur niðurlag sögu heilags Mikaels höfuðengils, Maríu sögu egypsku, Eiríks sögu víðförla og B-gerð Guðmundar sögu góða.
Nánar