Skip to main content

Fréttir

Frelsi, menning, framför eftir Úlfar Bragason er komin út

Út er komin bókin Frelsi, menning, framför eftir Úlfar Bragason rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

Ritið fjallar um Jón Halldórsson sem var meðal fyrstu Íslendinganna sem fluttu til Fyrirheitna landsins og bjó lengst af í Nebraska. Bókin er byggð á þeim heimildum sem Jón

lét eftir sig, dagbókum, kvæðum, bréfum og ljósmyndum. Í bókinni er einnig gerð grein fyrir þeim hugmyndum sem vesturfararnir höfðu um Ameríku, þær forsendur sem Jón Halldórsson taldi sig hafa til frambúðar á Íslandi og væntingar sem hann hafði með því að létta heimdraganum. Fjallað er um bréfaskriftir Jóns, áhrif sem hann gæti hafa haft til þess að ættingjar hans og vinir fylgdu í kjölfar hans og samskipti hans við landa sína vestanhafs. Þá er rætt hvernig Jón Halldórsson mat lífshlaup sitt á gamals aldri, aðlögun hans að nýjum heimkynnum og viðhorf hans til gamla landsins.

Háskólaútgáfan gefur út.