Skip to main content

Fréttir

Íslenskt orðanet er komið á málið.is

Íslenskt orðanet er nú aðgengilegt til leitar á vefgáttinni Málið.is og bætist þar með í hóp sex annarra gagnasafna um íslenskt mál og orðaforða sem finna má í gegnum vefgáttina

Orðanetið á erindi við alla sem vilja athuga tilbrigði og valkosti í orðalagi og auðga orðanotkun sína í ræðu og riti. Það veitir jafnframt margþætta innsýn í íslenskan orðaforða og samhengi hans. Orðanetið sameinar hlutverk hugtaka- og samheitaorðabókar en auk þess er leitast við að greina út frá textasamhengi hversu nátengd orð og orðasambönd eru að merkingu. Í orðanetinu gegna margs kyns orðasambönd virku hlutverki sem sjálfstæðar einingar til jafns við stök orð.

Undanfarið hafa reglulega birst sýnishorn úr Íslensku orðaneti á forsíðu vefs Árnastofnunar. Tilgangurinn er að veita innsýn í orðanetið og efni þess, þar sem merkingartengsl og önnur innbyrðis vensl orða og orðasambanda eru einkum í brennidepli. Eldri sýnishorn má finna hér