Unga fólkið og bókmenntirnar – málþing
Málþingið verður haldið í sal Ármúlaskóla miðvikudaginn 7. febrúar 2018 kl. 15–17.
Dagskrá:
Egill Örn Jóhannsson, frá Félagi bókaútgefenda: Er einhver glóra í útgáfu barna- og unglingabóka?
Sigrún Birna Björnsdóttur, frá Samtökum móðurmálskennara: Þarf alltaf að lesa ljóð og bækur?
Brynhildur Þórarinsdóttir, frá Barnabókasetri á Akureyri: Sex sögur. Vandræðaleg útgáfa handa ungmennum.
Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur: Leiðin að hjarta unglingsins - kort og áttaviti óskast.
Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi við Menntaskólann við Hamrahlíð: Hvað ertu að lesa?
Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti, flytur ávarp.
Kaffihlé
Í lok þings verða hringborðsumræður í allt að 45 mínútur þar sem 4–5 nemendur, útgefandi, rithöfundur og fulltrúi móðurmálskennara ræða saman á hverju borði, t.d. um skort á bókum á íslensku fyrir ungmenni (13 til 19 ára), hvers kyns bækur þeir vilji lesa og hvað þeir telji að vanti fyrir þennan lesendahóp.
Að málþinginu standa Íslensk málnefnd, Samtök móðurmálskennara, Félag íslenskra bókaútgefenda ofl.