Orðabókavefurinn m.is hlaut silfurverðlaun Félags íslenskra teiknara (FÍT) í tveimur flokkum, annars vegar í flokknum Grafísk miðlun og upplýsingahönnun og hins vegar í flokknum Vefsíður.
Meðal nýrra handrita á sýningunni eru tvær merkar Skálholtsbækur, annað aðalhandrit Eiríks sögu rauða og merkilegt alfræðihandrit sem geymir meðal annars fornt heimskort og myndir af merkjum dýrahringsins.
Árnastofnun tók þátt í Safnanótt á Vetrarhátíð í fyrsta skipti í ár. Rúmlega 300 manns heimsóttu sýninguna Heimur í orðum og fjölmargir sóttu aðra viðburði sem haldnir voru á vegum stofnunarinnar í Eddu.
Bókin Kurteisleg kvæði og dýrlegar diktanir. Bókmenntagreinar og handritamenning á sautjándu öld eftir Þórunni Sigurðardóttur, prófessor emeritus á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er komin út hjá Árnastofnun.
Styrkir Snorra Sturlusonar fyrir árið 2025 voru auglýstir í september síðastliðnum með umsóknarfresti til 1. desember. Þrjátíu umsóknir frá nítján löndum bárust en nefndin hefur nú birt lista yfir styrkhafa.