Sigurðar Nordals fyrirlestur er haldinn 14. september ár hvert. Fyrirlesari í ár var Veturliði Óskarsson, prófessor í norrænum fræðum við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, og hefur upptaka af erindi hans nú verið gerð aðgengileg.
Í dag, 11. september, var nýr vefur Árnastofnunar, m.is, opnaður. Í þessari fyrstu útgáfu er hægt að fletta upp í þremur orðabókum sem Árnastofnun gefur út, Íslenskri nútímamálsorðabók, Íslensk-enskri orðabók og Íslensk-pólskri orðabók.
Árnastofnun auglýsir laus störf í þjónustuveri stofnunarinnar í Eddu. Í starfinu felst meðal annars upplýsingagjöf vegna nýrrar sýningar í húsinu og sala á aðgöngumiðum og söluvarningi í safnbúð.
Á vef Árnastofnunar er nú boðið upp á nýjan möguleika til að auðvelda fólki utan stofnunarinnar að finna fræðimenn á tilteknu sviði. Leitin byggist á lykilorðum sem lýsa sérþekkingu hvers fræðimanns á stofnuninni.
Rúnir á Íslandi eftir Þórgunni Snædal er komin út í endurbættri útgáfu. Bókin fjallar um fjölbreytta notkun rúnaleturs á Íslandi allt frá landnámstíð og fram á 19. öld.