Skip to main content

Orðabækur

Viðbætur við orðabókina

Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.

baldakin

Nýlega var orðinu baldakin bætt við Íslenska nútímamálsorðabók í merkingunni ‘hlíf utan um ljósastæði’. Orðið er að finna í ýmsum orðabókum og af því eru til nokkuð mörg ritháttarafbrigði. Í Íslenskri orðsifjabók (1989) eru uppflettimyndirnar baldikin, baldrkinn, baldurskinn saman og merkingin er ‘silkiefni eða -tjald’. Þar er orðið sagt tökuorð úr miðlágþýsku, ‘baldekin’, og þaðan úr fornfrönsku, ‘baldaquin’, „eiginlega ‘efni eða dúkur frá Bagdad’“.

Orð í orðabókum

Orðabækur gegna meðal annars því hlutverki að fanga orðaforða samtímans og lýsa honum. Það eru einkum fjórar leiðir sem notaðar hafa verið til að bæta við orðum í orðabækur.