Í íslensku eru orðin skúr í merkingunni ‘(stutt) rigningardemba’ og skúr í merkingunni ‘(lítil og einföld) bygging’ samhljóma sem kallað er – þau eru borin eins fram og hafa sömu ritmynd en gjörólíka merkingu.
Tímarnir breytast og orðin í tungumálinu endurspegla það. Íslensk nútímamálsorðabók (ÍNO) fær reglulega uppfærslur sem felast meðal annars í því að bæta við nýjum orðum.
Nýlega var orðinu baldakin bætt við Íslenska nútímamálsorðabók í merkingunni ‘hlíf utan um ljósastæði’. Orðið er að finna í ýmsum orðabókum og af því eru til nokkuð mörg ritháttarafbrigði. Í Íslenskri orðsifjabók (1989) eru uppflettimyndirnar baldikin, baldrkinn, baldurskinn saman og merkingin er ‘silkiefni eða -tjald’. Þar er orðið sagt tökuorð úr miðlágþýsku, ‘baldekin’, og þaðan úr fornfrönsku, ‘baldaquin’, „eiginlega ‘efni eða dúkur frá Bagdad’“.
Orðabækur gegna meðal annars því hlutverki að fanga orðaforða samtímans og lýsa honum. Það eru einkum fjórar leiðir sem notaðar hafa verið til að bæta við orðum í orðabækur.