Dómasafn vestan af fjörðum
AM 193 4to er skrifað á pappír um 1700 af um það bil tíu skrifurum sem flestir hafa starfað á Vestfjörðum. Handritið kom sennilega þaðan til Árna Magnússonar ásamt öðrum handritum sömu gerðar. Þetta handrit er 146 blöð, 21 kver, 21,3 sm á hæð, 17 sm á breidd, um 3 sm á þykkt.
Nánar