Skip to main content

Fréttir

Svanhildur Gunnarsdóttir hlýtur viðurkenningu frá Samtökum móðurmálskennara


Samtök móðurmálskennara veittu Svanhildi Gunnarsdóttur safnkennara Árnastofnunar viðurkenningu á vorfundi sínum 11. maí. Viðurkenningin er veitt ,,fyrir fjölbreytta og lifandi safnkennslu á handritasýningu í Þjóðmenningarhúsi" eins og segir á viðurkenningarskjali.

Safnkennari tekur á móti skólahópum á handritasýningu Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsi þriðjudaga til föstudaga eftir samkomulagi. Boðið er upp á kynningu og fræðslu fyrir nemendur og kennara mið- og unglingastigs grunnskóla, mennta- og háskóla og er fræðslan jafnan sniðin að þörfum ólíkra hópa.