Málstofur stofnunarinnar á haustmisseri
Málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á haustmisseri:
NánarMálstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á haustmisseri:
NánarRagnhildur Helgadóttir hefur beðið um lausn frá störfum sem formaður stjórnar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Menntamálaráðherra hefur skipað Láru Magnúsardóttur formann í hennar stað. Stjórn stofnunarinnar
NánarByrjendanámskeiðið Icelandic Online I, sem er sjálfstýrt vefnámskeið í íslensku sem seinna máli, var formlega tekið í notkun föstudaginn 27. ágúst 2004. Síðar var bætt við framhaldsnámskeiðinu Icelandic Online II. Icelandic Online er samfellt námskeið sem byggist á myndrænu og gagnvirku námsefni.
NánarDEN ARNAMAGNÆANSKE KOMMISSION - KØBENHAVNS UNIVERSITET
NánarÚt er komið ritið Wawnarstræti (alla leið til Íslands), lagt Andrew Wawn 65 ára. Ritið inniheldur stuttar og skemmtilegar greinar fræðimanna og félaga Andrew til heiðurs. Umsjón með útgáfunni höfðu Robert Cook, Terry Gunnell, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir.
NánarÁ Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn verður haldið þing til minningar um Árna Magnússon á fæðingardegi hans, 13. nóvember. Haraldur Bernharðsson, sérfræðingur í rannsóknarstöðu Árna Magnússonar er þar meðal fyrirlesara.
NánarDegi íslenskrar tungu verður fagnað í fjórtánda sinn 16. nóvember 2009. Fastlega má gera ráð fyrir að flestir skólar landsins og margar aðrar stofnanir og samtök fagni deginum með einhverju móti.
NánarÍslensk málnefnd kynnti tillögur að íslenskri málstefnu á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu í fyrra, Íslenska til alls. Tillögurnar voru settar fram í ellefu köflum og snerta mikilvægustu svið þjóðlífsins að mati nefndarinnar.
NánarNefningar, afmælisrit til heiðurs Svavari Sigmundssyni á sjötugsafmæli hans 7. september síðastliðinn, er við það að koma út. Von er á bókinni úr prentsmiðju innan skamms og þá verður henni dreift til áskrifenda.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú opnað aðgang að tölvutækum gögnum úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (BÍN). Aðgangurinn er veittur með atbeina Já sem stutt hefur stofnunina með veglegum fjárstyrk í þessu skyni. Gögnin verða opin til ársloka 2012, að lágmarki.
Nánar