Skip to main content

Fréttir

Afmælisrit Svavars Sigmundssonar kemur út innan skamms

Nefningar, afmælisrit til heiðurs Svavari Sigmundssyni á sjötugsafmæli hans 7. september síðastliðinn, er við það að koma út. Von er á bókinni úr prentsmiðju innan skamms og þá verður henni dreift til áskrifenda.

Ritið inniheldur 35 greinar eftir Svavar sjálfan sem fjalla einkum um nafnfræðileg efni en einnig málsögu, orðhlutafræði, orðsifjafræði o.fl. Ritið er ríflega 450 blaðsíður og því fylgir ítarleg nafnaskrá og ritaskrá Svavars.

Svolítil seinkun hefur orðið á útgáfunni og eru áskrifendur ritsins beðnir velvirðingar á því.

Ritstjórn