Íslensk málnefnd kynnti tillögur að íslenskri málstefnu á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu í fyrra, Íslenska til alls. Tillögurnar voru settar fram í ellefu köflum og snerta mikilvægustu svið þjóðlífsins að mati nefndarinnar.
Í tilefni dags íslenskrar tungu 2009 hefur Íslenska til alls verið gefin út að nýju, endurbætt. Hægt er að lesa og prenta út nýju útgáfuna á heimasíðu menntamálaráðuneytis.