Ljóðmæli 5. Vísur og veraldleg kvæði sr. Hallgríms
Út er komið fimmta bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614–1674). Efni þessa bindis eru lausavísur og nokkur lengri kvæði, flest gamansöm. Vísurnar fjalla oft um hversdagslega hluti eins og mat og matarneyslu og stundum um misskiptingu veraldlegra gæða. Sumar lýsa barnaleikjum, aðrar eru heillaóskir og einnig eru hér gátur í vísnaformi. Lausavísur eru oft tengdar...