Dagur íslenskrar tungu
Degi íslenskrar tungu verður fagnað í fjórtánda sinn 16. nóvember 2009. Fastlega má gera ráð fyrir að flestir skólar landsins og margar aðrar stofnanir og samtök fagni deginum með einhverju móti.
NánarDegi íslenskrar tungu verður fagnað í fjórtánda sinn 16. nóvember 2009. Fastlega má gera ráð fyrir að flestir skólar landsins og margar aðrar stofnanir og samtök fagni deginum með einhverju móti.
NánarÍslensk málnefnd kynnti tillögur að íslenskri málstefnu á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu í fyrra, Íslenska til alls. Tillögurnar voru settar fram í ellefu köflum og snerta mikilvægustu svið þjóðlífsins að mati nefndarinnar.
NánarNefningar, afmælisrit til heiðurs Svavari Sigmundssyni á sjötugsafmæli hans 7. september síðastliðinn, er við það að koma út. Von er á bókinni úr prentsmiðju innan skamms og þá verður henni dreift til áskrifenda.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú opnað aðgang að tölvutækum gögnum úr Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (BÍN). Aðgangurinn er veittur með atbeina Já sem stutt hefur stofnunina með veglegum fjárstyrk í þessu skyni. Gögnin verða opin til ársloka 2012, að lágmarki.
NánarVerðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu 2009 voru afhent á hátíðardagskrá í Ketilhúsinu á Akureyri. Auk þess voru veittar tvær sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskrar tungu.
NánarHandritin sem alla jafna eru sýnd á handritasýningu stofnunarinnar í Þjóðmenningarhúsinu hafa verið fjarlægð tímabundið af sýningunni. Er þetta gert vegna nauðsynlegra endurbóta á sýningaskápum. Um leið og endurbótum er lokið verður handritunum komið aftur fyrir á sýningunni. Þangað til er sýningin að öðru leyti opin gestum.
NánarÞjóðhátíðarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2010. Sex verkefni á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fengu styrk að þessu sinni:
NánarÚt er komin bókin Tiodielis saga. Tiodielis saga er ævintýri sem sver sig í ætt við riddarasögur og segir frá riddara sem hverfur úr konungshirð á skóga, fer úr klæðum sínum og tekur á sig dýrsham og etur skógardýr og hefur eftir þeirra náttúru.
NánarThomas Kempka er þýskur skiptinemi við Háskóla Íslands sem heldur úti vefsíðunni Digital Kunstrasen (www.digitalkunstrasen.net) sem gefur út og dreifir tónlist, ljóðlist og myndlist á Netinu.
Nánar