Skip to main content

Fréttir

Tillagan er sérstæð og frumleg með sínu sjálfstæða og skýra sporöskjuformi


Úrslit í hönnunarsamkeppni um nýbyggingu sem mun hýsa Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands hafa verið tilkynnt. Nítján tillögur bárust, sex voru verðlaunaðar við athöfnina.

Formaður dómnefndar, Sigríður Anna Þórðardóttir, kynnti niðurstöðurnar og menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Vésteinn Ólason, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ ávörpuðu gesti í morgun þegar úrslit samkeppninnar voru kynnt.

„Tillagan er sérstæð og frumleg með sínu sjálfstæða og skýra sporöskjuformi sem er hóflega brotið upp með útskotum og inndregnum svæðum.“  segir m.a. í niðurstöðu dómnefndar um verðlaunahönnun hússins fyrir íslensk fræði. Að hönnuninni standa Hornsteinar arkitektar ehf., tæknilegur ráðgjafi þeirra er Sigurður Gunnarsson Dr., - Ing á Almennu verkfræðistofunni.
 

 


Önnur verðlaun hlutu PK arkitektar ehf., arkitektar Pálmar Kristmundsson og Fernando de Mendonca og þriðju verðlaun fengu VA arkitektar ehf., arkitektar Þórhallur Sigurðsson og Harpa Heimisdóttir. 


Á myndinni má sjá tillöguna sem lenti í öðru sæti
 

Á myndinni má sjá tillöguna sem lenti í þriðja sæti
 

Auk þessara voru þrjár tillögur keyptar. Í bæklingi sem menntamálaráðuneyti gaf út má skoða tillögurnar nítján og umsagnir dómnefndar. Hægt er að opna bæklinginn á síðunni sem pdf skjal, athugið að stærð þess er 16 mb: