Út er komið ritið Rósaleppar, til heiðurs Rósu Þorsteinsdóttur, þjóðfræðingi á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ritið inniheldur yfir 30 greinar fræðimanna og félaga henni til heiðurs og er komið víða við. Barnagælur, þjóðsögur, rím og Hofsós eru meðal þess sem lesa má um svo að fátt eitt sé nefnt.
Starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út fjölrituð smárit til heiðurs samstarfsmönnum sínum og öðrum kollegum er þeir eiga merkisafmæli. Síðustu árin hafa þessi rit verið kennd við Menningar- og minningarsjóð Mette Magnussen, en eiginkona Árna Magnússonar hét Mette. Útgáfa þessi er óháð stofnuninni formlega og fjárhagslega en rit Mettusjóðs hafa þó verið til sölu á henni.