Skip to main content

Fréttir

Rannsóknarkvöld Félags íslenskra fræða á haustönn


Félag íslenskra fræða mun standa fyrir þremur rannsóknarkvöldum á haustönninni:

  • 11. september: Jón Hilmar Jónsson rannsóknarprófessor flytur erindi sem hann nefnir Tekist á við orðaforðann: Íslenskt orðanet, gerð þess og grundvöllur.
  • 9. október: Jón Ma. Ásgeirsson prófessor ræðir um Arf Tómasar postula og kristindóm á krossgötum.
  • 13. nóvember fjallar Davíð Ólafsson sagnfræðingur um Handrit á heimsmælikvarða.

Rannsóknarkvöldin verða eins og áður á fimmtudögum í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3, og hefjast kl. 20.