Gísli Sigurðsson, stofustjóri þjóðfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum var skipaður Professor II við Háskólann í Stavanger frá 1. ágúst, til þriggja ára. Þetta er 20% starf og felst í ráðgjöf við uppbyggingu náms og rannsóknaverkefna í íslenskum fornbókmenntum, umsjón með lokaritgerðum og fyrirlestrahaldi við skólann.
Þá hefur Gísli verið skipaður Visiting Professor við Kaliforníuháskóla í Berkeley og mun kenna tvö námskeið þar á vormisseri um íslenskar fornbókmenntir. Til að gegna þessu hefur Gísli fengið launalaust leyfi frá stofnuninni á vormisseri.