Skemmtisaga úr heimi handrita
Verkefni starfsmanna stofnunarinnar eru eins ólík og þau eru mörg. Óhætt er að segja að sum vekja meiri áhuga og kátínu hjá þjóðinni en önnur.
NánarVerkefni starfsmanna stofnunarinnar eru eins ólík og þau eru mörg. Óhætt er að segja að sum vekja meiri áhuga og kátínu hjá þjóðinni en önnur.
NánarFrá árinu 1996 hefur 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verið haldinn hátíðlegur og nefndur dagur íslenskrar tungu. Nánari upplýsingar um daginn og viðburði honum tengdum má fá á heimasíðu menntamálaráðuneytis:
NánarÍ tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, heimsækir menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ráðherrann mun kynna sér starfsemi stofnunarinnar, ræða við stjórnendur og starfsfólk og opna formlega nýja vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
NánarMálstofu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sem vera átti föstudaginn 23. nóvember hefur verið frestað vegna árekstra við aðra viðburði. Gunnlaugur Ingólfsson mun flytja fyrirhugað erindi sitt ,,Tvær ritgjörðir eftir Sveinbjörn Egilsson" í málstofu föstudaginn 4. janúar 2008 kl. 15:00.
NánarNú hefur ný og endurbætt útgáfa af Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls verið tekin í gagnið. Hún er öllum opin og aðgengileg til leitar á vefsíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Til að nota hana er smellt á "Beyging orða" undir gagnasöfnum á forsíðu vefsins.
NánarÍ tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, ákvað ríkisstjórn Íslands að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans.
NánarBókin ásamt geisladiski eru gefin út af Bókaútgáfunni Æskunni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sögurnar eru úr þjóðfræðasafni stofnunarinnar, flestar teknar upp á sjöunda áratug síðustu aldar og sagðar af íslensku sagnafólki. Hver sagnamaður segir söguna á sinn sérstaka hátt og eins hafa teiknararnir sín sérkenni.
NánarKomin eru út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Ljóðmæli séra Einars Sigurðssonar (1539-1626) sem jafnan er kenndur við Eydali (Heydali) í Breiðdal en þar var hann prestur frá 1590 til dánadægurs. Jón Samsonarson og Kristján Eiríksson bjuggu Ljóðmælin til prentunar. Bókin skiptist í þrjá hluta og er alls 320 bls.
NánarMeð bréfi dags. 17. desember 2007 skipaði menntamálaráðherra dómnefnd „sem hefur það hlutverk að efna til opinnar samkeppni um hönnun húsnæðis Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum“. Dómnefndin er þannig skipuð:
Nánar