Skip to main content

Recensus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et superioris seculi. Viðauki séra Þorsteins Péturssonar. I. Texti

Útgáfuár
1985
ISBN númer
9979-819-46-4
Páll lögmaður Vídalín lét eftir sig rit á latínu um íslensk skáld og rithöfunda á 16. og 17 öld, sem hann kallaðir Recebsus poetarum et scriptorum Islandorum hujus et sureioris seculi. Ritið var ófullgert í handriti í Víðidalstungu þegar Páll féll frá. Það var ekki prentað.
Páll Vídalín lést 18. júlí 1727, og hefur Recensus komist með sumum öðrum handritum Páls í eigu tengdasonar hans, Bjarna Halldórssonar síðar sýslumanns á Þingeyrum. Þegar Bjarni lést 7. janúar 1773 var Recensus meðal handrita í dánarbúi hans.
Jón Ólafsson varalögmaður, tengdasonur Bjarna sýslumanns á Þingeyrum, hafði Recensus undir höndum og léði hann sr. Þorsteini Péturssyni á Staðarbakka. Jón lést 20. janúar 1778.
Eftir það hverfur handritið sjónum, og er talið að það hafi glatast. Ekki er vitað um önnur handrit Recensus í upphaflegri gerð, eins og Páll Vídalín gekk frá, enda er óvíst að þau hafi verið til. Texta Páls verður því að nálgast eftir öðrum leiðum.
Ævisögur sr. Hallgríms Péturssonar og Jóns Magnússonar sýslumanns voru meðal þess efnis í Recensus sem Páll gekk frá. Hann sendi Magnúsi Arasyni kapteini greinina um sr. Hallgrím 1722. Síðar leitaði Jón Ólafsson frá Grunnavík til Bjarna Halldórssonar á Þingeyrum, og sendi Bjarni honum greinarnar um sr. Hallgrím og Jón sýslumann með bréfi, dagsettu 20. september 1740. Þetta hefur orðið til þess að greinarnar varðveittust í upphaflegri gerð. Þær eru prentaðar á bl. 51-56 og 71-73, merktar P. Þessar tvær greinar eru væntanlega óbreyttar, eins og Páll skildi við þær.
Hálfdan Einarsson skólameistari á Hólum hafði Recensus undir höndum og notaði efni úr honum í bókmenntasögu sína, Sciagraphia historiæ literariæ Islandicæ Havniæ 1777.

Bókin er gefin út í ritröðinni Rit Árnastofnunar (Rit 29).