Íslensk táknaheiti
Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók saman.Sækja sem PDF skrá
Orðanefnd Skýrslutæknifélags Íslands tók saman.Sækja sem PDF skrá
Ritstjórar Gísli Sigurðsson, Margrét Eggertsdóttir og Sverrir Tómasson. Efni: Jónas Kristjánsson, fyrrverandi forstöðumaður Stofnunarinnar skrifar langa og rækilega grein um skáldskap Egils Skallagrímssonar, Kveðskapur Egils Skallagrímssonar. Þar tekur hann upp hanskann fyrir hið aldna skáld og mótmælir þeim fræðimönnum sem á síðari árum hafa gert sér far um að eigna kveðskapinn öðrum og yngri...
Fyrri hluti: Theodore M. Andersson: Heroic Postures in Homer and the Sagas Árni Böðvarsson: Lengd og formendur endingarsérhljóða í nokkrum íslenskum orðum Ásgeir Blöndal Magnússon: Um ögurstund Baldur Jónsson: Um orðið sóplimar Oskar Bandle: Die Ortnamen der Landnámabók Michael Barnes: Case and the Preposition við in Faroese Heinrich Beck: Schwäbisch-alemannisch bohl und nordgermanisch...
Árni Þorláksson biskup (1237−1298) er einn af þekktustu mönnum Íslendingasögunnar, en saga hans er jafnframt lykilheimild um stjórnmál og aldarfar á Íslandi eftir 1262. Í inngangi gerir útgefandi, Þorleifur Hauksson (f. 1941), cand. mag., ítarlegan samanburð á sögunni og samtímaannálum og er öll sú umfjöllun hin gagnlegasta fyrir sagnfræðinga og áhugamenn um miðaldasögu. Útgáfan er stafrétt, byggð...
Bók og tveir geisladiskar með efni sem varðveitt er á segulböndum í þjóðfræðasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og flutt af fólki alls staðar að af landinu. Hér er að finna allt frá bænum og fallegum vögguvísum til kveðskapar um Grýlu og hennar hyski ásamt öðrum barnafælum. Inn á milli eru síðan sungnar og mæltar fram sérkennilegar þulur, skemmtilegir kveðlingar og stuttar sögur...
Kaupa bókinaLitterære forudsætninger for Egils saga er doktorsritgerð Bjarna Einarssonar um Egils sögu, sem hann varði við háskólann í Osló árið 1971. Eins og nafnið bendir til og höfundur lýsir nánar í formála er hér um að ræða rannsókn á rituðum heimildum og fyrirmyndum Egils sögu. Bjarni leitast við að finna sögunni réttan stað í þróun íslenskra bókmennta, og skyggnist jafnframt eftir vinnubrögðum...
Með ævistarfi sínu hefur Jón Samsonarson aflað sér einstæðrar þekkingar á íslenskri menningararfleifð, einkum frá öldunum eftir siðaskipti. Á fræðasviði hans skipar öndvegi sá kveðskapur, prentaður og óprentaður, sem alþýðu manna í landinu hefur verið kærastur um aldir. Jón hefur unnið að rannsóknum og söfnun slíks efnis, og er hann lét af störfum átti hann í fórum sínum fjórar efnismiklar...
Kaupa bókinaÞetta er grundvallarrannsókn á bókmenntastarfi séra Magnúsar Ólafssonar í Laufási (um 1573-1636), helsta Eddufræðings sautjándu aldar. Magnús var einn merkasti lærdómsmaður sinnar samtíðar, kunnastur af Laufás-eddu, sem Anthony Faulkes hefur áður gefið út á vegum Árnastofnunar (Rit 13-14). Í Magnúsarkveri er yfirlit um verk séra Magnúsar í lausu máli og bundnu og sum þeirra eru prentuð hér í...
Í rannsóknum sínum hefur Bjarni Einarsson einkum fjallað um skáldasögurnar svokölluðu, sögur fornskáldanna Egils Skallagrímssonar, Kormáks Ögmundarsonar, Hallfreðar vandræðaskálds og Gunnlaugs Ormstungu. Niðurstöður þessara rannsókna birti hann meðal annars í bók sinni Skáldasögum, sem út kom hjá Menningarsjóði árið 1961, og í doktorsritgerð sinni Litterære forudsætninger for Egils saga, sem hann...
Efni: Textafræði og goðafræði / Francois-Xavier Dillmann: bls. 9-18. - Eddur á 17. öld / Einar G. Pétursson: bls. 19-34. - The use of Snorri's verse-forms by earlier norse poets / Anthony Faulkes: bls. 35-51. - Skáldið Snorri Sturluson / Guðrún Nordal: bls. 52-69. - Myth and literary technique in two Eddic poems / Haraldur Bessason: bls. 70-80. - A piece of horse-liver and the ratification of law...