Ársskýrsla stofnunarinnar komin út
Ársskýrsla stofnunarinnar er komin út. Skýrslan nær yfir tímabilið 1. september 2006, þegar fimm stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, til 31. desember 2007.
NánarÁrsskýrsla stofnunarinnar er komin út. Skýrslan nær yfir tímabilið 1. september 2006, þegar fimm stofnanir voru sameinaðar í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, til 31. desember 2007.
NánarUmsókn um ríkisstyrk Árnastofnunar í Kaupmannahöfn fyrir árið 2009 rennur út 20. nóvember n.k. kl. 12. Styrkurinn er veittur íslenskum ríkisborgurum til handritarannsókna í Den Arnamagnæanske Samling í Kaupmannahöfn.
NánarÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal er nú komið út á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í tveimur bindum. Hér er um að ræða stórmerka frumheimild fyrir íslenskar ættfræðirannsóknir. Ættartölusafnritið er samtíðarheimild um ættir, afkomendur og búsetu fjölda Íslendinga á fyrri hluta 17. aldar.
NánarFrá árinu 1996 hefur 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verið haldinn hátíðlegur og nefndur dagur íslenskrar tungu. Menntamálaráðuneyti hefur falið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að annast ýmsa verkþætti í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu 2008.
NánarMálræktarþing Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar: Íslenska til alls – Tillögur að íslenskri málstefnu fór fram á degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Hátíðin var skemmtileg, fróðleg og hátíðleg.
NánarMálstofan „Internordisk kommunikation og nordisk sprogpolitik“ verður haldin á Radisson SAS Hótel Sögu, laugardaginn 6. desember og hefst klukkan tvö. Málstofan er hluti af ráðstefnunni „Cultures in Translation“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur og fer fram á dönsku, norsku og sænsku. Aðgangur er ókeypis.
NánarNafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 29. nóvember nk. kl. 13.15 í stofu 101 á Háskólatorgi (HT 101). (Ath. nýjan fundarstað.) Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson halda fyrirlestur sem þau nefna Örnefni á Eyrarbakka.
NánarFimmtudaginn 27. nóvember verður þriðja málstofa vetrarins á vegum miðaldastofu. Ármann Jakobsson ræðir um Morkinskinnu.
NánarÍslensk málnefnd kynnti tillögur að íslenskri málstefnu á málræktarþingi á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember s.l. Tillögurnar eru settar fram í ellefu köflum og snerta mikilvægustu svið þjóðlífsins að mati nefndarinnar.
Nánar