Skip to main content

Fréttir

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins: Örnefni á Eyrarbakka


Nafnfræðifélagið heldur fræðslufund laugardaginn 29. nóvember nk. kl. 13.15 í stofu 101 á Háskólatorgi (HT 101). (Ath. nýjan fundarstað.)

Inga Lára Baldvinsdóttir og Magnús Karel Hannesson halda fyrirlestur sem þau nefna Örnefni á Eyrarbakka.

Erindið var samið fyrir námskeið um örnefni í Árnessýslu, sem haldið var á vegum Fræðslunets Suðurlands á sl. ári, og fjallar það um örnefni og örnefnasöfnun í Eyrarbakkahreppi. Greint verður frá þeim einstaklingum sem helst sinntu örnefnasöfnun í hreppnum og hvatann að starfi þeirra. Fjallað verður um útgáfu örnefnalýsingar, viðbótum við hana, kortlagningu örnefna og notkun Netsins til að gera þau aðgengileg að nýju. Þrátt fyrir flatlendi er skráður töluverður fjöldi örnefna á Eyrarbakka. Í erindinu verður rýnt í örnefnalýsinguna, skoðuð einstök örnefni og flokkar örnefna, og varpað fram dæmum um sérkennileg og jafnvel ný örnefni.

Inga Lára er fagstjóri Ljósmyndasafns Íslands og Magnús Karel sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs Sambands ísl. sveitarfélaga og oddviti Eyrarbakkahrepps frá 1982 til 1998.

Fundurinn er öllum opinn.

Stjórnin