Skip to main content

Fréttir

Hinn spennandi heimur Íslenzkra fornrita. Spjall um nýja útgáfu á Morkinskinnu


Fimmtudaginn 27. nóvember verður þriðja málstofa vetrarins á vegum miðaldastofu. Ármann Jakobsson ræðir um Morkinskinnu.

Á næsta ári koma út 24. og 25. bindi í ritröðinni Íslenzk fornrit sem hóf göngu sína árið 1933. Í þetta sinn er það sagnaritið Morkinskinna sem kemur út í tveimur bindum. Morkinskinna er næstlengsta sagan sem tekin hefur verið til útgáfu í ritröðinni, aðeins Heimskringla er lengri. Þar er greint frá norskum konungum sem sátu á valdastóli frá 1035 til 1157 en frægust er hún þó líklega fyrir þættina, stuttar sögur af Íslendingum eins og Arnóri jarlaskáldi, Hreiðari heimska, Auðuni vestfirska og Sneglu-Halla sem urðu á vegi konunganna. Ármann Jakobsson hefur umsjón með útgáfunni og mun gera grein fyrir helstu viðmiðum og vandamálum í útgáfu af þessu tagi.

Málstofan er haldin í stofu 311, Árnagarði, og hefst kl. 16:30. Léttar veitingar seldar á kostnaðarverði.