Skip to main content

Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

Frá árinu 1996 hefur 16. nóvember, sem er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, verið haldinn hátíðlegur og nefndur dagur íslenskrar tungu. Menntamálaráðuneyti hefur falið Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að annast ýmsa verkþætti í tengslum við viðburði á degi íslenskrar tungu 2008. Upplýsingar gefur Ágústa Þorbergsdóttir á málræktarsviði, netfang: agustath@hi.is.

Nánari upplýsingar um daginn og viðburði í tengslum við hann má fá á heimasíðu menntamálaráðuneytis.