Search
Aðjunktsstaða í nafnarannsóknum í Kaupmannahöfn
Auglýst hefur verið laus til umsóknar aðjunktsstaða í nafnarannsóknum við Háskólann í Kaupmannahöfn (Nordisk Forskningsinstitut). Umsóknarfrestur er til hádegis þann 3. nóvember 2008. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. janúar 2009. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu skólans.
NánarÍslenskukennsla í Kaupmannahöfn
Auglýst hefur verið laus til umsóknar staða kennara í íslensku máli og bókmenntum við Háskólann í Kaupmannahöfn. Umsóknarfrestur er til hádegis þann 3. nóvember 2008. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. febrúar 2009. ítarlegar upplýsingar má lesa í auglýsingu frá Kaupmannahafnarháskóla.
NánarFræðslufundur Nafnfræðifélagsins 1. nóvember
Laugardaginn 1. nóvember nk., kl. 13.15, verður haldinn opinn fræðslufundur í Nafnfræðifélaginu að Neshaga 16, stofu 101. Gunnhildur Skaftadóttir heldur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt: Frá Víðirnesi til Vindhljóma: Sýn Vestur-Íslendinga á umhverfi lesin úr íslenskum örnefnum.
NánarÆttartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Ný bók frá STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR Í ÍSLENSKUM FRÆÐUM ÆTTARTÖLUSAFNRIT SÉRA ÞÓRÐAR JÓNSSONAR Í HÍTARDAL I–II Guðrún Ása Grímsdóttir annaðist útgáfuna. 1012 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum ISBN I–II: 978-9979-654-02-5
NánarHandrit á heimsmælikvarða á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða
Á rannsóknarkvöldi Félags íslenskra fræða, sem haldið verður fimmtudaginn 13. nóvember, flytur Davíð Ólafsson M.A. í sagnfræði erindið: Handrit á heimsmælikvarða. Rannsóknarkvöldið hefst klukkan 20 og fer fram í húsi Sögufélagsins, Fischersundi 3. Davíð lýsir erindi sínu á þennan hátt:
NánarMiðaldastofa: Strengleikar 6. nóvember
Næstkomandi fimmtudag (6. nóvember) verður önnur málstofa vetrarins á vegum miðaldastofu. Álfdís Þorleifsdóttir, meistaranemi í íslenskum bókmenntum, ræðir um strengleika.
NánarRáðstefna um tal- og málmein 8. nóvember
Félag talkennara og talmeinafræðinga, Íslenska málfræðifélagið, Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands gangast fyrir ráðstefnu um tal- og málmein laugardaginn 8. nóvember næstkomandi.
Nánar