Skip to main content

Fréttir

Ráðstefna um tal- og málmein 8. nóvember


Félag talkennara og talmeinafræðinga, Íslenska málfræðifélagið, Málvísindastofnun Háskóla Íslands og Heyrnar- og talmeinastöð Íslands gangast fyrir ráðstefnu um tal- og málmein laugardaginn 8. nóvember næstkomandi.

Fjallað verður um rannsóknir á málþroska táknmáls og raddmáls, stöðu íslenska táknmálsins sem móðurmáls, máltöku heyrnarskertra barna, framburð barna, greiningu á stami, þátt máltöku í málbreytingum, um málþroska fyrirbura, tengsl málfræðivillna og málþroskaröskunar, viðbrögð við alvarlegri málþroskaröskun ungra barna og um málörvun við upphaf skólagöngu.