Skip to main content

Fréttir

Íslenskukennsla í Róm


Auglýst er laus til umsóknar staða kennara í íslensku við Rómarháskóla – La Sapienza. Ráðið verður í stöðuna til eins árs frá 1. nóvember nk. Möguleiki gæti orðið á framlengingu á starfi til 2011. Kennaranum er ætlað að kenna íslenskt nútímamál og bókmenntir. Kennsluskyldan er 12 tímar á viku. Laun eru greidd samkvæmt launataxta Rómarháskóla.

Umsækjendur skulu a.m.k. hafa lokið M.A.-prófi í íslensku eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af kennslu á háskólastigi og þekkingu á ítölsku. Umsóknarfrestur er til 23. október nk.

Umsóknir með ferilskrá og fylgigögnum sendist til: Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Stofu Sigurðar Nordals, pósthólf 1220, 121 Reykjavík. Úlfar Bragason veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 562 6050 eða í tölvupósti: ulfarb@hi.is.
 

Reykjavík, 8. október 2008
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum