Laugardaginn 1. nóvember nk., kl. 13.15, verður haldinn opinn fræðslufundur í Nafnfræðifélaginu að Neshaga 16, stofu 101.
Gunnhildur Skaftadóttir heldur fyrirlestur um meistaraprófsverkefni sitt: Frá Víðirnesi til Vindhljóma: Sýn Vestur-Íslendinga á umhverfi lesin úr íslenskum örnefnum.
Í fyrirlestrinum fjallar hún um uppruna íslenskra örnefna, nánar tiltekið jarðanafna, í Nýja Íslandi og við Íslendingafljót. Þeim spurningum er velt upp hvort Íslendingar hafi flutt jarðanöfnin frá Íslandi vestur um haf í vesturferðunum síðla á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu eða hvort rekja megi nöfnin að einhverju leyti til umhverfisþátta og náttúrufars í Vesturheimi.
Nánari upplýsingar gefur Svavar Sigmundsson, svavar@hi.is.