Dagur íslenskrar tungu 2022
Dagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember.
NánarDagur íslenskrar tungu verður haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður með bás á Vísindavöku Rannís sem haldin verður í Laugardalshöll 1. október frá kl. 13–18.
NánarÁrlegur fundur Nordkurs verður haldinn í Helsinki 30. september til 1. október. Nordkurs-námskeið eru haldin á hverju sumri víðs vegar um Norðurlöndin. Þar gefst norrænum háskólanemum tækifæri á að kynnast máli og menningu annarra Norðurlanda. Alþjóðasvið Árnastofnunar sér um þessi námskeið fyrir hönd Háskóla Íslands.
NánarRáðstefna um íslenskan kveðskap á 17.–19. öld verður haldin á vegum Árnastofnunar og Háskóla Íslands 21.–22. október í Veröld – húsi Vigdísar. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Danmörku, Noregi, Sviss, Þýskalandi og Kanada. Skipuleggjendur eru Margrét Eggertsdóttir, Katelin Marit Parsons og Aðalheiður Guðmundsdóttir.
NánarÍslensk málnefnd heldur málræktarþing fimmtudaginn 29. september kl. 15–16.30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Dagskrá 15.00 Menningar- og viðskiptaráðherra – Þingsetning og ávarp 15.05 Eva María Jónsdóttir – Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2022
NánarLaugardaginn 17. september verður haldið málþing um skáldið Þorstein frá Hamri í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar munu ellefu fyrirlesarar, jafnt rithöfundar sem fræðimenn, fjalla um framlag Þorsteins til íslenskrar tungu, bókmennta og þjóðlegra fræða.
NánarMálþing verður haldið á vegum Nafnfræðifélagsins í safnaðarheimili Neskirkju 15. október kl. 13–16.30. Dagskrá 13.00 Birna Lárusdóttir formaður félagsins setur málþingið
Nánar