Skip to main content

Handrit á sýningum

Um þessar mundir eru tvö handrit úr safni Árna Magnússonar til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands.

Þjóð verður til

Grágás AM 31 b fol. (1240–1260).

Á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til, eru til sýnis tvö handrit og eitt handritsbrot frá Árnastofnun: eitt blað úr þjóðveldislögunum Grágás; skinnblað frá 1240–1260, Jónsbókarhandrit; skinnbók frá 1450 og afrit Íslendingabókar Ara fróða Þorgilssonar; pappírshandrit frá seinni hluta 17. aldar. Upplýsingar um móttöku hópa og leiðsögn um sýninguna er að finna á vef Þjóðminjasafns Íslands en sú þjónusta er í höndum starfsmanna Þjóðminjasafnsins.