Skip to main content
Forvörsluvinnustofa

Forvörður annast viðgerðir á handritum eða finnur önnur forvörsluúrræði og gerir skýrslur um ástand þeirra og viðgerðaframvindu. Hann hefur eftirlit með umhverfisþáttum handritanna og leiðbeinir um meðhöndlun þeirra. Einnig hefur hann eftirlit með handritum stofnunarinnar í Safnahúsinu við Hverfisgötu og í Þjóðminjasafninu.

Áður en handrit eru lánuð á sýningar hérlendis eða erlendis er farið vandlega yfir þau á forvörslustofu og gerð ástands- og lánsskýrsla. Einnig sér forvörður um að búa handritin til flutnings í viðeigandi hlífðar- og öryggisumbúðum og vera ráðgefandi um uppsetningu þeirra ef þörf krefur.