Handritin
Safn Árna Magnússonar er varðveitt á Árnastofnununum tveimur í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Í því eru um 3000 handrit frá miðöldum og síðari öldum, þar af eru um 2400 íslensk, og einnig tæplega 14000 skjöl, bæði frumbréf og fornbréfauppskriftir.
Íslendingar settu handritamálið á oddinn í samskiptum við Dani á sjötta og sjöunda áratugnum og eftir langa samningalotu tókust samningar árið 1961. Fyrstu tvö handritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, sem er veglegasta varðveitta handritið frá miðöldum, komu heim tíu árum síðar á síðasta vetrardegi 21. apríl 1971. Næstu 26 árin komu reglulegar sendingar frá Kaupmannahöfn þar til síðustu handritin komu heim sumar 1997; úr Árnasafni í Kaupmannahöfn komu 1666 handrit og úr Konunglega bókasafninu 141 handrit. Handritasafn Árna Magnússonar er á varðveislulista UNESCO um Minni heimsins.
Hér að neðan má sjá sýnishorn af nokkrum merkustu handritunum í safninu en einnig er hægt að sérpanta myndir.
Íslendingar settu handritamálið á oddinn í samskiptum við Dani á sjötta og sjöunda áratugnum og eftir langa samningalotu tókust samningar árið 1961. Fyrstu tvö handritin, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, sem er veglegasta varðveitta handritið frá miðöldum, komu heim tíu árum síðar á síðasta vetrardegi 21. apríl 1971. Næstu 26 árin komu reglulegar sendingar frá Kaupmannahöfn þar til síðustu handritin komu heim sumar 1997; úr Árnasafni í Kaupmannahöfn komu 1666 handrit og úr Konunglega bókasafninu 141 handrit. Handritasafn Árna Magnússonar er á varðveislulista UNESCO um Minni heimsins.
Hér að neðan má sjá sýnishorn af nokkrum merkustu handritunum í safninu en einnig er hægt að sérpanta myndir.
Konungsbók eddukvæða – GKS 2365 4to; Skinnhandrit frá 13. öld
Handrit þetta er elsta og merkasta safn eddukvæða og frægast allra íslenskra bóka. Það er skrifað á síðari hluta 13. aldar af óþekktum skrifara. Hann hefur skrifað kvæðin upp eftir enn eldri handritum sem nú eru týnd. Flest kvæðanna eru ekki varðveitt annars staðar en í þessari bók. Eddukvæði segja frá heiðnum goðum og germönskum hetjum í forneskju. Völuspá er skipað fremst í bókinni en það kvæði segir heimssögu ásatrúar. Næst á eftir Völuspá koma Hávamál sem lögð eru Óðni í munn, full heilræða.
Brynjólfur biskup Sveinsson (d. 1675) sendi Friðrik III. Danakonungi bókina og var hún síðan varðveitt í bókhlöðu konungs, kallast því Konungsbók (Codex Regius). Hún var afhent Háskóla Íslands vorið 1971.
Brynjólfur biskup Sveinsson (d. 1675) sendi Friðrik III. Danakonungi bókina og var hún síðan varðveitt í bókhlöðu konungs, kallast því Konungsbók (Codex Regius). Hún var afhent Háskóla Íslands vorið 1971.
Flateyjarbók – GKS 1005 fol. Skinnhandrit frá 14. öld
Flateyjarbók er að mestu skrifuð um 1390. Hún er rituð af tveimur prestum, Jóni Þórðarsyni og Magnúsi Þórhallssyni, og hefur sá síðarnefndi einnig lýst bókina (dregið alla skrautstafi og myndir). Meginefni ritsins eru sögur af Noregskonungum. Efni er safnað saman víða að, og hefur verið notaður fjöldi forrita, enda er Flateyjarbók stærst allra íslenskra skinnbóka, 202 blöð í öndverðu í svo stóru broti að ekki hafa fengist nema tvö blöð úr hverju kálfskinni. Flateyjarbók var einar tvær aldir í eigu sömu ættar við Breiðafjörð, síðast Jóns Finnssonar í Flatey, sem gaf Brynjólfi biskupi Sveinssyni bókina 1647. Biskup sendi Danakonungi Flateyjarbók 1656 og hlýðnaðist með því beinum fyrirmælum konungs, jafnframt því sem hann hugðist stuðla að varðveislu og kynningu fornritanna. Flateyjarbók var afhent Háskóla Íslands vorið 1971.
Skarðsbók postulasagna – SÁM 1 fol. Skinnhandrit frá 14. öld
Mál kaþólsku kirkjunnar var latína, og að sjálfsögðu urðu allir þjónar hennar, hér á landi sem annars staðar, að vera fullfærir í þeirri tungu. En kenning kirkjunnar þurfti að ná til almennings og því var nauðsynlegt að snúa helgum fræðum á íslensku. Prédikanir (hómilíur) og sögur af helgum mönnum eru meðal þess sem fyrst hefur verið skráð á íslensku. Höfuðdýrlingar kirkjunnar voru postular Krists, og verður ekki betur séð en að sögur af þeim hafi verið þýddar mjög snemma.
Skarðsbók er stærst og veglegust af varðveittum handritum postulasagna, upphaflega 95 blöð í stóru broti (um 42x29,7 sm), en eitt blað hefur glatast; á henni eru ellefu postulasögur. Bókin er skrifuð af þremur mönnum, líklega nálægt 1360, meginhlutinn (blað 1– 81) af vönum skrifara, og eru fleiri handrit til með hans hendi. Skarðsbók var, að því er best verður séð, skrifuð í klaustrinu að Helgafelli fyrir Orm lögmann Snorrason á Skarði á Skarðsströnd (um 1320– 1401/02), en hann gaf hana kirkjunni á Skarði. Hún er síðan talin með eignum kirkjunnar allt fram á 19. öld og síðast getið þar í prófastsvísitasíu 25. júlí 1807, en í vísitasíu 9. ágúst 1827 skrifar Steingrímur biskup Jónsson: „Postulasögur á membrana fyrirfundust nú ekki.“
Enski bókasafnarinn Sir Thomas Phillipps keypti Skarðsbók af Thomas Thorpe bóksala í Lundúnum 1836, en ekki er vitað hvernig bókin komst til Englands. Sir Thomas dó 1872 en Skarðsbók var seld með síðustu leifunum af safni hans. Íslensku bankarnir keyptu bókina á uppboði í Lundúnum 30. nóvember 1965 og gáfu íslensku þjóðinni. Kaupverðið var 36.000 sterlingspund.
Skarðsbók er stærst og veglegust af varðveittum handritum postulasagna, upphaflega 95 blöð í stóru broti (um 42x29,7 sm), en eitt blað hefur glatast; á henni eru ellefu postulasögur. Bókin er skrifuð af þremur mönnum, líklega nálægt 1360, meginhlutinn (blað 1– 81) af vönum skrifara, og eru fleiri handrit til með hans hendi. Skarðsbók var, að því er best verður séð, skrifuð í klaustrinu að Helgafelli fyrir Orm lögmann Snorrason á Skarði á Skarðsströnd (um 1320– 1401/02), en hann gaf hana kirkjunni á Skarði. Hún er síðan talin með eignum kirkjunnar allt fram á 19. öld og síðast getið þar í prófastsvísitasíu 25. júlí 1807, en í vísitasíu 9. ágúst 1827 skrifar Steingrímur biskup Jónsson: „Postulasögur á membrana fyrirfundust nú ekki.“
Enski bókasafnarinn Sir Thomas Phillipps keypti Skarðsbók af Thomas Thorpe bóksala í Lundúnum 1836, en ekki er vitað hvernig bókin komst til Englands. Sir Thomas dó 1872 en Skarðsbók var seld með síðustu leifunum af safni hans. Íslensku bankarnir keyptu bókina á uppboði í Lundúnum 30. nóvember 1965 og gáfu íslensku þjóðinni. Kaupverðið var 36.000 sterlingspund.
Reykjabók Njálu – AM 468 4to; Skinnhandrit frá um 1300
Handritið AM 468 4to er betur þekkt sem Reykjabók og er talið hafa verið skrifað um eða stuttu eftir 1300. Bókin er að mestu verk eins óþekkts skrifara. Reykjabók telst með merkilegustu íslensku handritunum þar sem hún er eitt elsta handrit Njáls sögu og geymir heillegasta texta sögunnar sem varðveist hefur.
Stjórn – AM 227 fol. Skinnhandrit frá 14. öld
Ritningin var ekki til heil á norrænu í kaþólskri tíð. Aðeins nokkrum hlutum hennar var snúið. Efni guðspjallanna hefur þó verið mönnum kunnugt, því að margar ritningargreinar og frásagnir Nýja testamentisins þekktust úr þýddum sögum af guðs postulum og predikunum.
Mönnum hefur ekki tekist að skýra með vissu heitið Stjórn, en undir því nafni hafa þrjár misgamlar norrænar þýðingar á Gamla testamentinu og skýringargreinum þess gengið. Samsteypan Stjórn hefst á 1. Mósebók og lýkur á frásögn af herleiðingunni miklu í lok Konungsbóka. Af henni eða hlutum hennar hafa varðveist þrjú 14. aldar handrit, heil og óheil: AM 226 fol., AM 227 fol. og AM 228 fol. Að auki eru til nokkur brot. Elsti hluti þýðingarinnar, Stjórn II, er aðeins varðveittur í AM 226 fol. og á rætur að rekja til forrits sem skrifað var á 13. öld. Það hefur verið án skýringargreina.
Í AM 227 fol. eru Stjórn I og III. Stjórn I er yngsti hluti þýðingarinnar. Þar er skotið inn í skýringargreinum úr ritum kirkjufeðra sem og Historia scholastica eftir Petrus Comestor (d. 1179) og Speculum historiale eftir Vincentius frá Beauvais (d. 1264), en slíkar útskýringar textans verða mjög algengar í trúarritum á 13. og 14. öld.
AM 227 fol. er veglegast Stjórnarhandrita. Það er nú 129 tölusett blöð og hafa glatast úr því nokkur blöð. AM 227 fol. hefur verið talið skrifað um miðbik 14. aldar og eru skrifarar tveir. Það kann að vera skrifað í Þingeyraklaustri, en var í eigu dómkirkjunnar í Skálholti, áður en Árni Magnússon eignaðist það. Handritið var afhent 19. júní 1997.
Mönnum hefur ekki tekist að skýra með vissu heitið Stjórn, en undir því nafni hafa þrjár misgamlar norrænar þýðingar á Gamla testamentinu og skýringargreinum þess gengið. Samsteypan Stjórn hefst á 1. Mósebók og lýkur á frásögn af herleiðingunni miklu í lok Konungsbóka. Af henni eða hlutum hennar hafa varðveist þrjú 14. aldar handrit, heil og óheil: AM 226 fol., AM 227 fol. og AM 228 fol. Að auki eru til nokkur brot. Elsti hluti þýðingarinnar, Stjórn II, er aðeins varðveittur í AM 226 fol. og á rætur að rekja til forrits sem skrifað var á 13. öld. Það hefur verið án skýringargreina.
Í AM 227 fol. eru Stjórn I og III. Stjórn I er yngsti hluti þýðingarinnar. Þar er skotið inn í skýringargreinum úr ritum kirkjufeðra sem og Historia scholastica eftir Petrus Comestor (d. 1179) og Speculum historiale eftir Vincentius frá Beauvais (d. 1264), en slíkar útskýringar textans verða mjög algengar í trúarritum á 13. og 14. öld.
AM 227 fol. er veglegast Stjórnarhandrita. Það er nú 129 tölusett blöð og hafa glatast úr því nokkur blöð. AM 227 fol. hefur verið talið skrifað um miðbik 14. aldar og eru skrifarar tveir. Það kann að vera skrifað í Þingeyraklaustri, en var í eigu dómkirkjunnar í Skálholti, áður en Árni Magnússon eignaðist það. Handritið var afhent 19. júní 1997.
Möðruvallabók – AM 132 fol. Skinnhandrit frá 14. öld
Mest allra fornra handrita að Íslendingasögum er Möðruvallabók og þykir hún mikill kjörgripur. Þar kemur til hár aldur bókarinnar, stærð hennar og söguval. Má telja sennilegt að hún sé skrifuð um miðbik 14. aldar, og eru 189 blöð gömlu bókarinnar varðveitt, en þau voru mun fleiri í öndverðu; að auki eru 11 blöð frá 17. öld, sem hefur verið bætt inn til fyllingar. Í Möðruvallabók eru ellefu sögur, og væru sumar þeirra aðeins til í brotum ef texta hennar nyti ekki við. Fyrstu sjö sögunum er skipað eftir héruðum og stendur Njálssaga fremst, þá er Egilssaga, síðan Finnbogasaga, Bandamannasaga, Kormákssaga, Víga-Glúmssaga og Droplaugarsonasaga og Fóstbræðrasaga. Þá kemur fram af klausu aftan við Njálssögu að þar hefur átt að rita við Gauks sögu Trandilssonar. Af því hefur ekki orðið og er sagan löngu týnd. Aftan við Egilssögu er skrifuð Arinbjarnarkviða sem ekki er til annars staðar. Þar hefur þó illa tekist til því að hún er á blaðsíðu sem orðið hefur svo hart úti að kvæðið allt er nú mjög torlesið, og hluti þess hefur reynst ólæsilegur með öllu. Ekki eru fornar heimildir um uppruna Möðruvallabókar eða feril fyrstu aldirnar. Það er ekki fyrr en á krossmessu vorið 1628 að vitað er um hana með fullri vissu. Þá var hún í stóru baðstofunni á Möðruvöllum, og ritaði Magnús lögmaður Björnsson á Munkaþverá (d. 1662) í hana nafn sitt, dag og stað. Eftir þeirri klausu var bókinni gefið heiti seint á 19. öld. Björn hét sonur Magnúsar lögmanns og var hann sýslumaður og klausturhaldari á Munkaþverá. Hann sigldi með bókina til Kaupmannahafnar árið 1684 og gaf hana þá Thomas Bartholin, konunglegum fornfræðingi. Eftir andlát Bartholins 1690 komst Möðruvallabók í eigu Árna Magnússonar.
Íslendingabók – AM 113 a fol. Pappírshandrit frá 17. öld
„Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds hins hárfagra.“ Þannig hefst Íslendingabók Ara fróða. Á dögum Ara var latína alþjóðamál lærðra manna, en hann kaus að rita á tungu þjóðar sinnar og markaði með því stefnu í upphafi íslenskrar bókmenningar. Um brautryðjandastarf Ara segir Snorri Sturluson í formála Heimskringlu: „Ari prestur hinn fróði Þorgilsson, Gellissonar, ritaði fyrstur manna hér á landi að norrænu máli fræði, bæði forn og nýja.“ Íslendingabók var samin um 1130. Hún var til í gömlu handriti á 17. öld, og ætla fræðimenn að það hafi verið skrifað um 1200. Þetta handrit týndist, en áður hafði Jón prestur Erlendsson í Villingaholti skrifað það upp, og eru tvö eftirrit hans varðveitt, AM 113 a og b fol. Séra Jón í Villingaholti (d. 1672) skrifaði upp handrit fyrir Brynjólf biskup Sveinsson, og hefur hann mörgu forðað frá glötun, þar á meðal Íslendingabók Ara. Í Íslendingabók er skráð í stuttu máli saga íslensku þjóðarinnar frá upphafi til um 1120 og tímatalið skorðað; hefur mörgum þótt, eins og Snorra Sturlusyni, sögn Ara merkilegust. Í upphafi bókarinnar er sagt frá Íslands byggð og nokkrum helstu landnámsmönnum, frá fyrstu lagaskipan og setningu alþingis, og frá nýmælum um sumarauka, skiptingu landsins í fjórðunga og fjórðungsþing. Einnig er greint frá lögsögumönnum og hve lengi hver hafi sagt, og frá því er Grænland fannst og byggðist af Íslandi. Í síðara hluta Íslendingabókar segir Ari frá því er kristni kom á Íslandi og síðan frá fyrstu biskupum í landinu og helstu atburðum á þeirra dögum.
Skarðsbók Jónsbókar – AM 350 fol. Skinnhandrit frá 14. öld
Jónsbók var gerð að ráði Magnúsar konungs lagabætis og fluttu þeir hana út hingað Loðinn leppur konungserindreki og Jón lögmaður Einarsson sumarið 1280. Jón lögmaður átti hlut að samningu bókarinnar, og við hann var hún kennd og kölluð Jónsbók. Hún var lögbók Íslendinga öldum saman og geysimikið lesin og notuð, enda eru varðveitt handrit hennar og handritabrot nokkuð á þriðja hundrað. Meðal þeirra eru margar ágætar skinnbækur, og er langtum meira í þær borið en venja er um önnur íslensk handrit veraldlegs efnis.
Skarðsbók mun þykja veglegust Jónsbókarhandrita, og er lýsing hennar eins og best gerist í íslenskum handritum. Bókin er vel varðveitt, og eru í henni 157 blöð, þar af þó sex endurrituð í stað upphaflegra blaða sem hafa glatast. Aftan við sjálfa lögbókina eru skrifaðar réttarbætur, Hirðskrá, kristinréttur Árna biskups, biskupastatútur o.fl. Hefur sýnilega verið safnað í einn stað öllum þeim lögum sem helst vörðuðu Íslendinga um það leyti sem bókin var skrifuð. En ritunartíma má marka af því að aftarlega í bókinni er ártalið 1363, og hefur hún þá verið í gerð. Ekki eru beinar heimildir til um upprunastað bókarinnar eða feril fyrstu aldirnar, en athugun á Rithönd hennar með samanburði við önnur handrit frá svipuðum tíma hefur þótt benda til skrifara í Helgafellsklaustri. Feril bókarinnar má rekja með fullri vissu aftur á 16. öld, en þá átti hana Eggert Hannesson lögmaður (d. 1583). Hann gaf hana dóttursyni sínum Birni Magnússyni sýslumanni í Bæ á Rauðasandi (d. 1635), en sonur hans var Eggert sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd og við þann bæ var tekið að kenna bókina eftir að hún komst í hendur bókasafnara. Árni Magnússon fékk hana veturinn 1697–1698 frá Þórði Jónssyni, síðar presti á Staðarstað, en Þórður var þá staddur í Kaupmannahöfn og ætlaði sér biskupsembættið í Skálholti sem ekki gekk þó eftir. Hefur bókin ef til vill verið endurgjald til Árna fyrir stuðning í þeirri málaleitan. Þórður hafði fengið bókina hjá móðurbróður sínum, Þorsteini Þórðarsyni bónda á Skarði, tengdasyni fyrrnefnds Eggerts Björnssonar sýslumanns á Skarði.
Skarðsbók mun þykja veglegust Jónsbókarhandrita, og er lýsing hennar eins og best gerist í íslenskum handritum. Bókin er vel varðveitt, og eru í henni 157 blöð, þar af þó sex endurrituð í stað upphaflegra blaða sem hafa glatast. Aftan við sjálfa lögbókina eru skrifaðar réttarbætur, Hirðskrá, kristinréttur Árna biskups, biskupastatútur o.fl. Hefur sýnilega verið safnað í einn stað öllum þeim lögum sem helst vörðuðu Íslendinga um það leyti sem bókin var skrifuð. En ritunartíma má marka af því að aftarlega í bókinni er ártalið 1363, og hefur hún þá verið í gerð. Ekki eru beinar heimildir til um upprunastað bókarinnar eða feril fyrstu aldirnar, en athugun á Rithönd hennar með samanburði við önnur handrit frá svipuðum tíma hefur þótt benda til skrifara í Helgafellsklaustri. Feril bókarinnar má rekja með fullri vissu aftur á 16. öld, en þá átti hana Eggert Hannesson lögmaður (d. 1583). Hann gaf hana dóttursyni sínum Birni Magnússyni sýslumanni í Bæ á Rauðasandi (d. 1635), en sonur hans var Eggert sýslumaður á Skarði á Skarðsströnd og við þann bæ var tekið að kenna bókina eftir að hún komst í hendur bókasafnara. Árni Magnússon fékk hana veturinn 1697–1698 frá Þórði Jónssyni, síðar presti á Staðarstað, en Þórður var þá staddur í Kaupmannahöfn og ætlaði sér biskupsembættið í Skálholti sem ekki gekk þó eftir. Hefur bókin ef til vill verið endurgjald til Árna fyrir stuðning í þeirri málaleitan. Þórður hafði fengið bókina hjá móðurbróður sínum, Þorsteini Þórðarsyni bónda á Skarði, tengdasyni fyrrnefnds Eggerts Björnssonar sýslumanns á Skarði.
Staðarhólsbók Grágásar – AM 334 fol. Skinnhandrit frá 13. öld
Ari fróði Þorgilsson skýrir frá því í Íslendingabók að veturinn 1117–1118 hafi lög verið skráð að Hafliða Mássonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi, var þá skrifaður Vígslóði og margt annað í lögum. Þessi lögbók var síðar nefnd Hafliðaskrá. Hún er löngu týnd, en líkur hafa verið leiddar að því að meginefni hennar komi fram í varðveittum handritum þjóðveldislaganna íslensku sem einu nafni nefnast Grágás. Elsta brot þeirra mun vera frá síðara hluta 12. aldar og er með allra fornlegustu handritum sem til eru. En aðalhandrit Grágásar, Konungsbók og Staðarhólsbók, eru að líkindum frá lokum þjóðveldisins, skrifuð um og eftir miðja 13. öld.
Um uppruna Staðarhólsbókar og feril fyrr á öldum vita menn ekki neitt öruggt, en á öndverðri 16. öld var hún á Suðurlandi. Þess hefur verið getið til að Staðarhóls-Páll (d. 1598) hafi átt bókina, og víst er að hún var í eigu sonarsonar hans, Bjarna sýslumanns Péturssonar á Staðarhóli í Dalasýslu (1613–1693). Við þann bæ er bókin kennd. Í Staðarhólsbók fer Járnsíða á eftir Grágás. Járnsíða er lögbók samin að frumkvæði Magnúsar konungs Hákonarsonar sem nefndur er lagabætir. Hún var lögtekin á Íslandi á árunum 1271–1273 og var áratug í gildi.
Um uppruna Staðarhólsbókar og feril fyrr á öldum vita menn ekki neitt öruggt, en á öndverðri 16. öld var hún á Suðurlandi. Þess hefur verið getið til að Staðarhóls-Páll (d. 1598) hafi átt bókina, og víst er að hún var í eigu sonarsonar hans, Bjarna sýslumanns Péturssonar á Staðarhóli í Dalasýslu (1613–1693). Við þann bæ er bókin kennd. Í Staðarhólsbók fer Járnsíða á eftir Grágás. Járnsíða er lögbók samin að frumkvæði Magnúsar konungs Hákonarsonar sem nefndur er lagabætir. Hún var lögtekin á Íslandi á árunum 1271–1273 og var áratug í gildi.
Konungsbók Snorra-Eddu – GKS 2367 4to; Skinnhandrit frá 14. öld
Konungsbók er eitt merkasta handrit Snorra-Eddu. Það er ritað snemma á 14. öld, en frá þeim tíma til þess að Brynjólfur biskup Sveinsson eignast það er ekkert vitað um sögu þess. Brynjólfur gaf konungi handritið 1662 og í bókhlöðu hans var það uns það kom aftur hingað til lands 1985.
Frá fornu fari hafa orðin edduregla og eddulist verið höfð um skáldskaparfræði. Þau eru aðalefni Konungsbókar sem í öðru aðalhandriti Eddu, Uppsalabók, er eignuð Snorra Sturlusyni. Talið hefur verið að Snorri hafi samið verkið eftir að hann kom frá Noregi 1220. Hafi hann þá fyrst ort Háttatal um þá Hákon konung og Skúla jarl, en bætt síðan framan við Skáldskaparmálum, Gylfaginningu og Prologus.
Snorra-Edda var umfram allt handbók þeirra skálda sem dýrt þurftu að kveða og nota vildu rétt heiti og kenningar að fornum hætti. Augljóst er að Snorri hefur haft stuðning af erlendum bókum bæði í guðfræði og skáldskaparmennt, en hann fer með hugtök þeirra fræða á mjög frjálslegan hátt. Bygging verksins er þó áþekk alkunnum námsbókum á síðari hluta 12. aldar; lærisveinn spyr meistara og skráðar eru spurningar og svör. Fyrir lesendur nú á dögum er hún mikilvægasta heimild norrænna þjóða um heiðin trúarbrögð og goðsagnir.
Aðalhandrit Snorra-Eddu eru fjögur; Konungsbók, Uppsalabók, Ormsbók, sem eru skinnbækur frá 14. öld, og Trektarbók, pappírsuppskrift frá því um 1600. Konungsbók er nú 55 blöð. Áður en Brynjólfur Sveinsson eignaðist handritið hafði glatast eitt blað framan af því. Aftan við Eddu í bókinni standa tvö kvæði eftir Bjarna Kolbeinsson biskup (d. 1222) úr Orkneyjum: Jómsvíkingadrápa og Málsháttakvæði.
Frá fornu fari hafa orðin edduregla og eddulist verið höfð um skáldskaparfræði. Þau eru aðalefni Konungsbókar sem í öðru aðalhandriti Eddu, Uppsalabók, er eignuð Snorra Sturlusyni. Talið hefur verið að Snorri hafi samið verkið eftir að hann kom frá Noregi 1220. Hafi hann þá fyrst ort Háttatal um þá Hákon konung og Skúla jarl, en bætt síðan framan við Skáldskaparmálum, Gylfaginningu og Prologus.
Snorra-Edda var umfram allt handbók þeirra skálda sem dýrt þurftu að kveða og nota vildu rétt heiti og kenningar að fornum hætti. Augljóst er að Snorri hefur haft stuðning af erlendum bókum bæði í guðfræði og skáldskaparmennt, en hann fer með hugtök þeirra fræða á mjög frjálslegan hátt. Bygging verksins er þó áþekk alkunnum námsbókum á síðari hluta 12. aldar; lærisveinn spyr meistara og skráðar eru spurningar og svör. Fyrir lesendur nú á dögum er hún mikilvægasta heimild norrænna þjóða um heiðin trúarbrögð og goðsagnir.
Aðalhandrit Snorra-Eddu eru fjögur; Konungsbók, Uppsalabók, Ormsbók, sem eru skinnbækur frá 14. öld, og Trektarbók, pappírsuppskrift frá því um 1600. Konungsbók er nú 55 blöð. Áður en Brynjólfur Sveinsson eignaðist handritið hafði glatast eitt blað framan af því. Aftan við Eddu í bókinni standa tvö kvæði eftir Bjarna Kolbeinsson biskup (d. 1222) úr Orkneyjum: Jómsvíkingadrápa og Málsháttakvæði.
Íslenska teiknibókin í Árnasafni – AM 673 a 4to
Íslenska teiknibókin er ein af fáum teiknibókum frá miðöldum sem varðveist hafa í Evrópu og sú eina á Norðurlöndum. Fyrirmyndir Teiknibókarinnar varpa einstæðu ljósi á íslenska trúarlist og hugarheim miðalda og óhætt að fullyrða að hvergi sé samankomið efni á einum stað sem veitir jafn ríkulega innsýn í trúar- og kirkjulist hins kaþólska siðar á Íslandi.
Sturlubók Landnámu – AM 107 fol.
Í Landnámabók eru frásagnir af fundi Íslands og landnámi þess. Sagt er frá fyrstu landnámsmönnunum og uppruna þeirra, greint er frá því hvar á landinu þeir tóku sér bólfestu og frá afkomendum þeirra og fylgir frásögnin landsfjórðungunum réttsælis umhverfis landið. Við sögu koma um 430 landnámsmenn en alls eru nefnd um 3500 menn og konur og um 1500 bæjarnöfn í Landnámu.