Skip to main content

Fréttir

Konan kemur við sögu er komin út

Ritið Konan kemur við sögu er safn 52 pistla sem allir fjalla um konur í menningarsögunni.

Útgáfan er við alþýðuskap og var sérstaklega vandað til hönnunar prentgripsins, en Snæfríð Þorsteins hafði veg og vanda af útliti og áferð bókarinnar.

Fundað um kennslu í Norðurlandamálum í Reykjavík

Norræn samstarfsnefnd um kennslu í Norðurlandamálum erlendis, sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum á aðild að, hélt árlegan haustfund sinn í Reykjavík 11. nóvember.

Við það tækifæri fundaði nefndin meðal annars með Jóni Atla Benediktssyni, rektor Háskóla Íslands, Guðmundi Hálfdánarsyni, forseta Hugvísindasviðs, og Geir Sigurðssyni, forseta deildar erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda, um kennslu norrænna tungumála við háskólann.

Dagur íslenskrar tungu er dagur fagnaðar

Á degi íslenskrar tungu verður opnuð vefgáttin málið.is sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur unnið að síðustu misseri. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnar málið.is sem er vefgátt sem auðveldar almenningi aðgang að gögnum stofnunarinnar um íslenskt mál. Vefgáttin málið.is verður öllum opin, endurgjaldslaus og stækkar og vex að efni og upplýsingum með tímanum. Málið.is er þarfur þjónn þeim sem eru í námi á öllum skólastigum, fólki í ýmsum sérgreinum og öðrum þeim sem unna tungunni og vilja nýta þann hafsjó orða sem í henni býr.

 

Árna Magnússonar fyrirlestur verður haldinn á Akureyri í ár

Þann 13. nóvember 1663 fæddist Árni Magnússon sem átti eftir að verða mesti handritasafnari Íslands. Á afmælisdegi hans hefur um nokkurra ára skeið verið haldinn fyrirlestur tengdur nafni hans. Í þetta sinn verður fyrirlesturinn haldinn á Akureyri og það er Margrét Eggertsdóttir sem les fyrir:

 

Fimmtán nemendur styrktir til íslenskunáms

Fimmtán nemendur í íslensku hlutu styrki mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að nema íslensku sem annað mál við Háskóla Íslands háskólaárið 2016–2017. Nemendurnir koma víðs vegar að og hafa öll lagt stund á íslensku með einum eða öðrum hætti. Sumir hafa lært íslensku við háskólastofnanir sem íslenska ríkið styður við erlendis á meðan aðrir hafa stundað sjálfsnám á vefsvæðinu Icelandic Online: www.icelandiconline.is