Samtökin EFNIL (European Federation of National Institutions for Language) standa að evrópskri samkeppni þar sem höfundar MA-ritgerða geta keppt um peningaverðlaun. Ritgerðirnar eiga að vera innan efnissviðanna málnotkun, málstefna og margmála umhverfi.
Möguleika á verðlaununum 2021 eiga ritgerðir sem lokið er, og háskólar hafa tekið gildar og gefið einkunn fyrir, eftir 1. sept. 2019 og fram til ársloka 2020. Umsóknarfrestur er til 31. des. 2020.