Skip to main content

Viðburðir

Umsóknarfrestur fyrir Nordkurs-námskeið

22. mars
2024

Háskólanemum frá Norðurlöndunum stendur til boða að sækja Nordkurs-námskeið í tungumálum og menningu sem jafngilda 10 ECTS-einingum á BA-stigi. Námskeiðin eru haldin ár hvert við mismunandi háskóla á Norðurlöndunum á tímabilinu maí til ágúst og standa yfir í 3−4 vikur í senn.

Háskólanemar sem stunda nám við íslenska háskóla geta sótt um þátttöku án endurgjalds en greiða aðeins ferðakostnað og uppihald sjálfir.

Upplýsingar um námskeiðin má nálgast á heimasíðu Nordkurs.

Umsóknarfrestur er til 22. mars. Nánari upplýsingar veitir fulltrúi Nordkurs á Íslandi, Branislav Bédi, í tölvupósti branislav.bedi@arnastofnun.is.

2024-03-22T23:45:00